Á Mánudaginn var voru 9 ár liðin frá því að hún mamma dó. Ég var verulega svekktur út í sjálfan mig að staldra ekki við í huganum. Maður er svo eitthvað upptekinn alltaf að maður gleymir oft því sem skiptir máli. Vinnan hefur verið óþarflega mikil en maður er tilbúinn að pína sig aðeins til að gera útlandaförina sem "þægilegasta" peningalega.
Ég bið ættingja, vini sem þekktu Herdísi móður mína að minnast hennar eilítið þó ekki væri nema nokkrar sekúndur eftir næsta punkti.
Mamma var frábær. Hún hafði ótrúlegan fróðleiksþorsta og sérstaklega var hún sterk í tungumálum Hún hafði ensku, þýsku, dönsku og sænsku og var að fikta við að læra frönsku. Ég er einmitt með Frönsku námskeið á spólum heima sem hún átti. Ef einhver hefur áhuga endilega hafið samband.
Það er líka algjör synd að hún skyldi ekki lifa það að verða vitni að Internet byltingunni. Hún hefði sko heldur betur gripið í það af lífi og sál.
Mamma var einnig ótrúlega fær í eldhúsinu. Hún gat gert soðið vatn að girnilegum rétti. Þegar ég er eitthvað að fikta við eldamennsku heima þá reikar hugurinn ótrúlega oft til mömmu.
Jæja, nú þarf ég að skella mér í hina vinnuna. Línurnar hér að ofan voru í boði FRISK af því að ég er ekki búinn að stimpla mig út.
kveðja,
Arnar Thor
Ég bið ættingja, vini sem þekktu Herdísi móður mína að minnast hennar eilítið þó ekki væri nema nokkrar sekúndur eftir næsta punkti.
Mamma var frábær. Hún hafði ótrúlegan fróðleiksþorsta og sérstaklega var hún sterk í tungumálum Hún hafði ensku, þýsku, dönsku og sænsku og var að fikta við að læra frönsku. Ég er einmitt með Frönsku námskeið á spólum heima sem hún átti. Ef einhver hefur áhuga endilega hafið samband.
Það er líka algjör synd að hún skyldi ekki lifa það að verða vitni að Internet byltingunni. Hún hefði sko heldur betur gripið í það af lífi og sál.
Mamma var einnig ótrúlega fær í eldhúsinu. Hún gat gert soðið vatn að girnilegum rétti. Þegar ég er eitthvað að fikta við eldamennsku heima þá reikar hugurinn ótrúlega oft til mömmu.
Jæja, nú þarf ég að skella mér í hina vinnuna. Línurnar hér að ofan voru í boði FRISK af því að ég er ekki búinn að stimpla mig út.
kveðja,
Arnar Thor
Ummæli